Það var þannig að ég var að hjóla smá fyrr í dag. Ekkert mikið bara að æfa mig í bunnyhop og einhverju. En þá allt í einu heyrði ég eiithvað hljóð úr framdemparanum eins og eitthvað væri að brotna. Nú kemur alltaf svona vökvahljóð þegar hann dempar eins og það sé töluvert magn af vökva að skvettast fram og tilbaka í demparanum.
Og þá kemur spurningin. Er eitthvað að? Og ef svo er væri þá hægt að laga þetta?