Zælir.

Allir V8 bremsudiskar sem ég á eru að gera mig nett pirraðan vegna þess þeir…

a) beyglast voða auðveldlega (við venjulega hjólun)
b) rekast alltaf utan í bremsupúðana í beygjum svo það kemur ofsalega pirrandi hávaði (nokkrir hér sem vita hvað ég er að tala um)

Kunningi minn er með “Dragon” diska hjá sér, annar er 8“, og er hann mjög smooth í beygjum og beyglast ekki neitt.

Mig langar að fá mér diska sem eru prúðari en Hayes draslið; hvað eruð þið að mæla með? Dragondiskaeigandinn sagði að ég ætti að fá mér ”hauskúpudiska“ sem fást í Markinu, eitthvað varið í það?

Eða kannski Avid CleanSweep 8”? Allavega 12 stangir sem halda hringnum í staðinn fyrir 8 hjá Hayes.

Þakkir!

Bætt við 30. maí 2007 - 20:09
JensonUSA er með diska frá “Dirty Dog”. Er ekki bara málið að versla sér þannig og búið mál (kíkti óvart á JensonUSA *eftir* að hafa póstað þessum þræði :-$)?