Ef ég sendi þér myndir af hinum dakar hjólunum sem brotnuðu þá sérðu að það var það ekki á þessum stað, hef aldrei séð það brotna þarna.
Þau hin hjól sem brotnuð, voru að fara í sundur í vinklinum vinstramegin alveg við dropoutið.
Ég er sammála þér í því að bæta mönnum hjól sem fara svona, enda sendu Jamis mér nýja afturgafla sem voru endurhannaðir vegna fyrri galla á þau hjól sem myndu brotna, en eins og ég segji þá hef ég aldrei séð þá fara á þessum stað, var bara að sjá myndina í dag af þessu, og það kom mér á óvart.
En þegar öllu er á botninn hvolft, þá er þessu bara reddað einn, tveir og bingó. og vonast til að sá nýji haldi.
Einnig vil ég benda á það, að öll hjólafyrirtækin fyrra sig ábyrgð á hjólum sínum ef hjólin eru ekki í eigu þess sem keypti það af söluaðila.
Hins vegar er annað mál ef þau eru að brotna, þá er oftast auðveldara að eiga við þau, því oftar en ekki vita þau uppá sig sökina, vegna hönnunargalla eða galla í efninu sem notað var í hjólið. En slæm notkun eða öllu heldur óæskileg notkun getur líka orðið til þess að þeir geta fyrrað sig ábyrgð, en svo er ekki í þessu tilfelli.
Kv Emil