Þetta tól er notað til að festa/losa “köngulóna” í/úr gafflinum ( paturinn af stellinu sem þú festir framhjólið á og tengist stýrinu í gegn um headsettið. )
NB hér erum við að tala um A-headsett, sem er algengast í dag.
- Losa skrúfur sem festa stýrið við gaffalin ( þegar þær eru lausar er hægt að snúa stýrinu án þess að dekkið snúist )
- Losa af headset skrúfuna.
- Taka hringi ( og lok ) ofan af headsettinu ( passa að týna ekki og gott að raða þeim í sömu röð og þeir voru á ).
- Nú er hægt að renna gaffli úr stelli.
- Taka hringi af gaffli. ( Gera sama og með hina hringina. )
- Einn hringur er mjög fastur alveg neðst á gaffli, og það þarf að hamra hann upp af gafflinum. Td með því að nota skrúfjárn og hamar, ekki missa ykkur samt alveg í obeldi, bara svona nett þétt högg og dreyfa þeim um hringinn. ( Munið bara að það er meira mál að hamra hringinn á nýja gaffalinn, stundum er notað stálrör sem nær utan um gaffalinn, og því rennt niður til að hamra hringinn á nýjan gaffal. )
Ég held að þetta sé svona um það bil málið.
Bætt við 15. maí 2007 - 13:03
Köngulóin er svo föst inní gafflinum og það verður að hamra hana niður í gaffalinn og út um botninn á gafflinum.
Ef þú ert með aðra könguló myndi ég nota hana, best að leyfa þeim bara að vera í gömlu göfflunum, ef það er hægt.
( Könguló er það sem headsett skrúfan skrúfast í. Köngulóin hreifist aðeins niður, EKKI upp. )