Þetta er vandamál frá helvíti. Þeir láta hjólaviðgerða menn eflaust vinna þar og senda svo eintóm “Það er eitthvað hljóð í hjólinu mínu þegar ég hjóla.” vandamál til þeirra.
Einu sinni var ég að reyna að átta mig á hjóli ( með öðrum ) því það kom alltaf svona klikk þegar var hjólað á því. Þetta var frekar dýrt hjól þannig að þetta átti alls ekki að gerast. Minn var í því að hamast og hamast við að hjóla á hjólinu til að finna hvaðan klikkið kom. En það heyrðist aldrei þegar ég hjólaði, sama hve fast ég hjólaði eða hratt, bara hamaðist og hamaðist en ekkert kom. - En svo föttuðum við hvað þetta var. Málið var að það brakaði í sætinu?! Þið ættuð bara að vita hve mikið vésen fór í svona fáránlegt vandamál.
Þannig að þú gerir þér vonandi grein fyrir hverskonar vandamál þú ert að lýsa. Vandamálinu frá helvíti sem segir “klikk”. Rosalega margir möguleikar semn koma til greina.
- Bottombracketið.
- Petalar.
- Teinar.
- Stýri.
- Sætispípa ( þar sem hún fer í stellið )
- Hnakkur.
- Keðja að snerta.
- Bremsur að snerta.
- Dekk að snerta.
- Sveif að snerta ( venjulega eitthvað óþarfa drasl )
- Eitthvað vantar smurningu.
- Hub
- Headset
- Kasetta
- Keðja
- Hjólið er andsetið af djöflinum og þarfnast særingameistara.
- Annað! ( Það er rosalega oft þetta atriði. )
Farðu í GÁP og REFSAÐU þeim!!! ( Þeir eiga það áreiðanlega pínulítið skilið. MWOHHA HA HA!!! *vondumannahlátur frá helvíti* )
Bætt við 11. maí 2007 - 00:32
( það kom svo aldrei hljóð þegar ég hjólaði af því að ég hjólaði alltaf standandi )