Ef þú ert með keðjuna á “ská”, á stóra á framan og og stóra að aftan, eða litla að framan og litla að aftan; þá heyrist stundum þegar keðjan snertir framskiptinn.
Þetta er talið í lagi í stillingum vegna þess að það á ekki að nota þessi hjól saman, því það skapar mjög óæskilegt átak á keðjuna, slítur henni hraðar og meiri hætta á að maður slíti hana.
Stundum er ekki einu sinni hægt að stilla þetta út, en það er oft hægt að færa svona hljóð á aðra gírasamsetningar ef þú hjólar þannig. En nú erum við komnir út í “advanced” hjólreiðar.
Það er hægt að stilla góðar græjur ( stundum lélegar ) þannig að stillingin henti þínum smekk. Sumir vilja vera rosalega fljótir að þyngja gírana þegar þeir eru að taka af stað, en aðrir vilja vera fljótari að skipta niður ( t.d. ef þú ert að hjóla á rosalega hæðóttri braut er gott að geta verið fljótur að skipta niður til að geta skapað smá cadence áður en maður ræðst á brekkuna. En þetta er meira fyrir lengra komna ;) ).
En svo má líka vera að framskiptirinn sé í rangri hæð eða sé skakkur. Það er rosalega misjafnt hvernig er best að stilla svona hluti svo heildin komi vel út. Stundum skipta gírarnir betur ef framskiptirinn er ekki alveg beinn. Og með hjól eins og Trek3900 þarf oft að finna bestu leiðina, sem er ekki endilega alltaf fullkomin, vegna þess að græjurnar leyfa það einfaldlega ekki.
Annað, það getur líka vel verið að það sé farið að teygjast á vírunum og þá fer skiptingin aðeins að renna til.
Bottom line: Láttu einhvern sem veit hvað hann er að gera kíkja á þetta. Það er eiginlega ekki hægt að kenna þetta í eitt skipti fyrir öll, þetta byggir svo mikið á reynslu.