Ætli þú vitir það ekki sjálfur Biggi minn en in case þú gleymdir því, ætla ég að skrifa það niður:
Hjól: Gary Fisher GED.
Framleiðsluár: 2006 (hætt að framleiða það 2007).
Þyngd: 15 kg.
Flokkur: Dirtjump, street, jafnvel cross country.
Gaffall: Marzocchi Drop Off 3.
Gírar: Shimano Deore XT (aftan), Shimano Deore (framan).
Gjarðir: Sun Rims Rhyno Lite (Fæ mér Halo SAS í sumar).
Dekk: Bontrager Big Earl (framan), Bontrager Earl (aftan).
Stýri, Stemmi, Sveifasett, grip: Bontrager Big Earl.
Bremsur: Hayes HFX-9.
Ég er búinn að eiga þetta hjól í tæpt ár og er alveg ótrúlega ánægður með það! Það hentar í allt sem ég tek að mér að gera og étur það upp til agna eins og ekkert sé. =Þ Það er alveg ótrúlega skemmtileg tilfinning að eiga eitt “one of a kind” hjól á Íslandi. Fæstir vita meira að segja hvaða hjól þetta er. Það er Erninum að kenna. Örninn vildi ekki flytja þetta hjól inn til landsins vegna þess að þeir voru hræddir um að það myndi ekki seljast. Þess í stað fluttu þeir inn King Fisher sem ekki ennþá hefur selst og er ennþá í sýningarsal Arnarins. (Lame!)
Mynd af Gary Fisher GED.Þess má geta að ég er í prófum núna í MH en þegar þau eru búin fer ég til USA og vonandi kaupi ég mér BMX hjól eða eitthvað í þeim dúr sem væri aðeins auðveldara að höndla í streeti.