Já þegar ég er að reyna eitthvað sem ég hef aldrei gert áður eða hef reynt áður og mistekist hræðilega :P Eins og þegar ég var að byrja að hjóla og var aðalega í droppum þá var ég að skíta á mig í hvert skipti en ég reyndi bara að ignora það eins mikið og ég gat og lét vaða.
Já… Ég verð oft skíthræddur þegar maður er að fara að reyna eitthvað nýtt eða þegar maður er að gera eitthvað í annað sinn sem maður meiddi sig á áður.
Bara þegar ég ætla að eitthvað nýtt þá er ég hræddur um að detta og slasast, ef ég dett og slasast ekki þá geri ég þetta aftur með fullu sjálfstrausti.
Maður verður oft smeikur við að gera eitthvað nýtt sem krefst þess að vera þorinn.. eins og stór stökk og drop.. en maður reinir oftast bara að pæla í því að gera þetta en ekki að maður sé hálf smeikur.. læt oftast bara vaða..
Stundum á dh hjólinu verð ég smeykur, en það sem gildir fyrir mig er að taka sér tíma og skoða t.d. droppið og þegar maður hefur gengið í skugga um að þetta er hægt og ekki of mikil áhætta þá fer maður þetta
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..