Hún skiptir öllu máli, það að skrifa vitlaust hefur svo mikil áhrif á það hvernig þú skrifar í framtíðinni, ef þú stafsetur vitlaust nógu lengi þá kanntu ekki rétta stafsetningu þegar til þess kemur.
Eins og ef þú myndir hjóla með hjálparadekk þangað til þú værir 20 ára og þyrftir þá allt í einu að losa þig við þau til að hjóla einhverstaðar annarstaðar en á malbiki þá myndiru aldrei vera jafn góður og gaurinn sem losaði sig við hjálparadekkin þegar hann var 5 ára. Þú gætir kannski hjólað smá en aldrei jafn hratt og hinn gaurinn.
Svo ef allir notuðu sína eigin stafsetningu þá myndi ekki líða langt þar til allir myndu hættu að skilja hvern annan! Svo er líka hægt að segja að stafsetning enduspegli greind að vissu marki, það eru miklu meiri líkur á að greind manneskja stafsetji rétt heldur en sú greindarminni.
Svo ef þú fengir bréf frá einhverjum sem væri jafn hrottalega stafsett og þessi setning hjá þér, hvað myndi þér finnast um hana?
Og hananú! Taktu þetta til þín ef þú vilt, ekki ætla ég að reyna aftur að koma fyrir þig vitinu.