Já kallinn, þú ert ekki sá fyrsti með þessa hugmynd. Ég og Haukur ætluðum að byggja drop í öskjuhlíð en það rann allt útí sandinn og allur efniviðurinn notaður í Wallride og fleira……
En gaman að þetta nýttist þá í eitthvað og veitir mönnum ánægju
Ég hef lengið verið að svipast eftir heppilegum fjöllum hérna fyrir sunnan sem væri hægt að búa til freeride leið niður og hafa nokkur mishá drop on the way, En það er frekar erfitt því mörg fjöll eru svo stórgrýtt en ef maður leitar nógu vel mun maður finna held ég.
Síðan sá ér nokkuð perfect spot fyrir svona single drop í gryfjunum í Mósó, alveg brilliant spot en þar sem það er einkaaðili sem á gryfjurnar og hann á víst að vera snargeðveikur (eltandi félaga mína á vörubíl þegar þeir voru að leika sér á krossara) varð ekkert úr því
En ég er stundum að reyna finna einhverja staði… Hafa einhverjir hérna áhuga á freeride s.s. svona slóða niður, ekkert tímakjaftæði með droppum og svona einhverju here and there?
tommi