Sko í fyrstalagi ætti þessi korkur að vera undir Viðhaldið en ókey ég skal ekki vera að erfa það við þig.
Í öðrulagi, það eru tvær tegundir af börkum. Fyrir gíravíra og fyrir bremsuvíra. Það þýðir að það eru auðvitað tvennskonar vírar líka. ( Gíravírar og bremsuvírar ) En þú vissir það auðvitað.
Í þriðjalag, ( hey sjáðu hvað ég er duglegur að telja ) áttu ekki að setja gamlan krappí vír í nýjan barka. Vírarnir kosta skít og þú vilt að dótið endist. Gamlir vírar trosna og slíta nýja barkanum fyrr. Auk þess sem líklegt er að þeir ryðgi fyrr og svo framvegis.
Eitt gott og einfalt trikk er svo að geyma gamla barkan til að klippa eftir nýjan barka. Þú leggur nýja barkan við þann gamla og klippir þar sem sá gamli endar. ( Þú fattar. )
Passaðu að götin á endunum séu ekki flöt ( eftir klippinguna ) þau eiga að vera kringlótt, svo vírarnir renni sem best. Svo er að snyrta götin til ef vírarir í fóðringunni eru eitthvað að flækjast fyrir.
Ef þú ert með nýjan góðan vír og nýjan góðan barka, er óþarfi að nota neina olíu. Olía á það nefnilega til að safna skít og hlaupa í kekki. Það er bara eitthvað sem maður gerir kannski síðar til að redda sér.
Ok það er líklega fleira smálegt sem hægt er að tala um, en ég er búinn að gleyma því í bili.
Þannig hjólaðu hratt um gleðinnar dyr.