Ég, Adrenalin og félagi okkar sem er lítið hér á huga erum búnir að vera að vinna í hjólamenningunni á Ak síðustu tvö sumur.
Það er t.d. okkur að þakka að það var DH mót í glæsilegustu DH braut landsins upp í Hlíðarfjalli, þar sem við fengum stólalyftuna í gang, í ágúst í fyrra. Það verður aftur næsta sumar.
Við erum búnir að vera í viðræðum við KKA (Kvartmíluklúbb Akureyrar) um að fá DJ svæði á landsvæðinu þeirra. Við erum búinir að fá leyfi og erum kominir inn á deiliskipulag fyrir svæðið og meigum byrja að moka um leið og Ak-bær skilar námunni sem DJ verður í.
Það er mikið verk fyrir höndum næsta sumar og okkur vantar helst nokkra vaska sem geta haldið á skóflu til að hjálpa okkur að moka. Við erum þó búnir að tryggja okkur aðgang að jarðýtunni sem KKA á til þess að vinna jarðveginn sem undir er.
Eitt er víst að það verður mikið um að vera í hjólamenningunni á Akureyri næsta sumar, þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því en helst megið þið hjálpa til!