Málið er það að ég pantaði mér DVD myndir fyrir jól af heimasíðunni adrenalinefilms.ca. Ég lagði inn pöntunina 11. nóvember og hélt að ég væri nokkuð safe með að fá þær fyrir jól. En eftir nokkra daga þegar ég fór að skoða pöntunina komst ég að því að hún var ekki einusinni farin af stað, það gerðist ekki fyrr en 19. nóv. Ég hugsaði með mér að þetta skipti ekki mestu máli þar sem það var meira en mánuður í jólin og á síðunni var talað um að international orders tækju svona 3-10 daga að meðaltali. Svo líður og bíður og ekkert kemur þannig að ég skrifa búðinni bréf til að annaðhvort fá sendingarnúmer til að geta fylgst með þróuninni eða láta búðina komast að því hvað sé um að vera. Svarið sem ég fékk frá þeim var að sendingar til Íslands gætu tekið allt að 10-12 vikur, það eru 3 mánuðir, sem er náttúrulega óásættanlegt, ég meina ég fékk hjól frá vesturströnd USA á innan við viku og allir þeir hjólapartar sem ég panta frá UK eru einn til tvo daga á leiðinni! En í dag fékk ég semsagt loksins pakkan minn, rúmlega 10 vikum eftir að hann var sendur og næstum 12 vikum eftir að ég pantaði hann.
Þannig að ég vara fólk við að kaupa frá Adrenaline Films hvort sem það er af heimasíðu þeirra eða af ebay. Spurning hvort einhverjir hafi betri reynslu af einhverri annarri DVD búð sem selur hjóla og skíðamyndir?
Takk fyrir mig.