Já ég er með hérna Santa Cruz V10, nýju útgáfuna, vopnað Fox 40 og Fox DHX 5.0. Þetta hjól er klárlega eitt af bestu downhill hjólum sem fást.
Hjólið var keypt síðasta haust og hefur verið afskaplega lítið notað, nokkrar ferðir teknar í Úlfarsfellinu og eitt ævintýri á Esjunni. Gaurinn sem á það var að byrja aftur í þessu sporti síðasta sumar en er að selja það útaf of mikilli vinnu, enginn tími til að hjóla þessa mánuðina.
V10 hefur 10" (254mm) af afturfjöðrun, knúið af VPP (Virtual Pivot Point) tækninni sem Santa Cruz og Intense nota fyrir önnur mögnuð hjól einsog M3, M1, VP-Free, og Nomad. Fox 40 gaffallinn er klárlega besti downhill dempari ever, og hefur góða 200 mm af fjöðrun, sem passar vel við stellið.
Speccarnir eru:
Framdempari : Fox 40 200mm
Afturdempari : Fox DHX 5.0
Bremsur : Magura Gustav
Sveifar : Race Face Diabolus
Stemmi : Specialized
Stýri : Syncros
Skipting : X.7 m. X.9 trigger
Hubbar : Hope
Gjarðir : Mavic
Pedalar : Truvativ Holzfeller
Dekk : Maxxis Minion
Myndir af hjólinu má finna hér
Bætt við 28. janúar 2007 - 22:33
Verðið er 280 þúsund