Já, þannig er mál með vexti að vinur minn er að spá í að hætta að hjóla.
Semsagt þegar hjólið sem hann á núna eyðileggst þá ætlar hann að hætta að hjóla segir hann. Bara allt sem hann á eyðilegst að hans mati. Enda ekki skrítið, þetta hjól kostaði 7000kr. úr Wall Mart.
En það er ein lausn og það er að koma með ástæður fyrir því afhverju hann eigi að halda áfram og þá segist hann ætla að hugsa málið.
En þar sem ég er ekki góður í rökræðum og svona vill ég biðja ykkur hjólaáhugamenn að koma með ástæður og það góðar! Ekki viljum við missa einhvern hjólamann útaf smá reiðhjóla veseni er það?