Hjúmongus DJ svæði, gravity park, endurbætur á DH brautinni, kannski einhverjar nýjar leiðir í kringum DH brautina og örugglega eitthvað fleira! Ég held að við getum fengið stimpil frá ríkinu um að það verði vangefið í sumar.
Síðan eftir viku verður hægt að byrja undirbúning að utanlandsferðinni, ekki verður það lélegt viðbót við þetta sumar.
En shitturinn hvað ég var þreyttur eftir stórsvigið í dag, hélt ég myndi deyja á síðustu hæðinni í suðurbakkananum. Var í næstlélegasta forminu af keppendum, Gummi Sig var í verstu og dó á leiðinni niður, en ég var ekki í síðasta sæti. SKA átti 9 af 10 efstu strákunum í stórsviginu í dag.
Heyri í þér fljótlega.