jæja þá er komið að spurningu sem hefur verið í hausnum á mér síðan í kvöld. ég fór með ökuskólanum í sjóvá á einhvern tryggingafyrirlestur. Svo kom að því að maðurinn sagði okkur frá dæmi, frá því að strákur hjólaði á bíl sem var stopp á ljósi. Bíllinn beyglaðist og hjólið skemmdist og strákurinn slasaðist. Maðurinn í bílnum var fundinn skaðabótaskyldur um strákinn á hjólinu þannig tryggingafélagið hans borgaði sjúkrakostnaðinn, heimilistryggingin hjá foreldrum stráksins borguðu bílinn en svo sat greyið strákurinn uppi með ónýtt hjól því engin trygging borgaði hjólið.
Þá fór ég að velta fyrir mér hvernig það væri, er einhver með hjólin sín tryggð ? (þá ekki nema inni í heimilistrygginingu eða eitthvað álíka) þannig ef einhver lendir í slysi þá situru ekki uppi með ónýtt hjól :/ smá pæling sem ég hugsaði mikið um meðan á þessum blessaða fyrirlestri stóð.