Jæja þá er tími til kominn að losa til úr húsinu.

Eftirfarandi er til sölu:

Heilt Trek TR-10, með bremsum að framan og að aftan. Í mjög góðu standi.

Mongoose Villain, old school '87 módel. Grind og stýri.

2x BMX grindur, silfur + stýri á báðum.

annað Trek TR-10, grind. Á henni eru afturbremsur en ekki stýri.

Geðveikt Hunter BMX hjól, lítur út eins og krossari, algjörlega eitt sinnar gerðar. Gírskiptingin er á miðjunni eins og á bíl. Blátt og gult á lit. Blá dekk og gul drulluvörn. Mjög sérstakt
Bæði dekkin eru sprungin/loftlaus og þarfnast lagfæringar.
En er ekki ryðgað né beyglað. (Ef lagfært gæti þetta orðið heitasta hjólið í öllum ALHEIMINUM)

Fullur kassi af dekkjum og felgum, meðal annars lituð BMX dekk og felgur. Vitum ekki hvað af þessu er í lagi.

Full tunna af slöngum sem eru flestar sprungnar vegna “snákabits” auðveldlega lagfæranlegar, mun ódýrari að laga en að kaupa nýjar slöngur.

Fullt af aukahlutum sem hægt er að nota í að lagfæra/byggja hjól, með fyrrnefndum grindum. Bremsuklossar, bremsubúnaður, stýri, kúlulegur, pinnar/pegs og alls konar dóterí.

Hné, olnboga og sköflungsvarnir. (Eitt par af hverju)

erum að reyna að losna við þetta allt í einni sölu til þess að rýma fyrir í bílskúrnum.
Þessi pakki er mjög hentugur fyrir áhugamenn um hjól, sem t.d. nenna ekki að fara eitthvað langt til þess að kaupa aukahluti eða fyrir þann sem vill komast, t.d. í smá business að selja ykkar eigin hannanir af freestyle/bmx hjólum í sumar (sem er mjög vinsælt)

Tilboð óskast í alla hlutina og er ykkur velkomið að kíkja við og skoða allt.
Fyrir þá sem hafa áhuga á þessu vinsæmlegast hringið í Valdimar í síma 8487654