Hann má til dæmis nota stóra stafi, kommur og punkta og skrifa aðeins meira um hjólið. Hann hefði til dæmis mátt setja í fyrirsögnina “Til sölu:”, þá veit maður strax að hann er að selja hjól, ekkert vafa mál þar á ferð. Síðan er alltaf vinsælt að koma með lista yfir hluti sem eru á hjólinu, svo sem skipta, dekk, felgur, bremsur, sveifar og þess háttar.
Hérna er til dæmis gott dæmi um auglýsingu, góð notkun á BBCode til að feitletra textan og allt sett fram skipulega og skýrt, eina sem ég hefði gert öðruvísi er að hafa verðið eftir listan af hlutunum en það skiptir ekki öllu máli.
Og hananú!
(ekki nota caps lock!)