Ég nota 350D ennþá, 30D kemur í sumar
Ég nota EF 50mm f/1,8 II, EF-S 18-55 f/3,5-5,6 og stundum EF 55-200 f/4,5-5,6 , Speedlite 430EX og battery grip
50mm er geðveik linsa, enda nota ég hana í 98% tilfella, 18-55 er fín byrjendalinsa, enginn eðall, 55-200 er…ágæt.
Ég, og enginn getur sagt þér hvað þú átt að fá þér, þetta byggist algjörlega á því hvað þú vilt geta og hverju þú vilt fórna.
Ef þig langar til að taka eðal myndir þá verðuru að vera til í að fórna stærðinni á vélinni, SLR vélar eru engar rassvasa vélar, það þarf að eyða þúsundum í linsur, minniskort, battery og filtera og hvaðeina.
Þó að allar vélar hafi full auto stillingu þá eru SLR vélar ekki til að nota hana, af sjálfsögðu venstu þessu og lærir að nota þetta hratt og örugglega, en það sem ég er að segja er að það þarf meiri vinnu og meiri pælingu í stærri vélarnar, hvaða ljósop á að nota, hve mikinn hraða, flass eða ekki flass, wide angle? zoom? … þrífótur? portrait/landscape eða panorama ;)
Ég ráðlegg öllum sem eru að byrja í þessu að fá sér 400D með 18-55, eða 400D body með 50mm f/1,8.
Þetta er góður pakki fyrir alla og maður lærir á alla takkana og fítusa, og ef þú hefur meiri áhuga á þessu þá er alltaf gott að byrja rólega, svo veistu hvað þú vilt og hversu stórt body þú vilt, hvaða linsur og bara allann búnað.
Það er ekkert vit í að flengja sér á 1D MKII, 70-200 f/2,8 IS og læti, hefur ekkert við það að gera og það er bara fyrir manni, að mínu mati á fólk alltaf að læra á þetta fyrst og upgreida þegar það þarf, lærir að meta betri gæðin og fleiri megapixlana, hraðara burstið og allt það þegar þú loksins færð þér nýtt boddy, í staðin fyrir að byrja strax á Ferrari myndavélanna ;)
Hvernig linsu þú átt að fá þér er alveg einsog að spyrja hvernig lit þú eigir að þér á iPodinn, eða hvaða stærð af skóm þú þarft.
Enginn getur sagt þér hvað ÞÚ þarft og hvað ÞÚ vilt. Sumir fíla wide angle, sumir fisheye, sumir vilja mjótt angle og beinar myndir, sumir vilja blurraðar myndir og aðrir vilja frysta allt sem þeir sjá.
Þessvegna mæli ég með 18-55 og sérstaklega 50mm, hörku góð linsa í alla staði og ekki skemmir verðið.