Ef þú átt keðju sem var áður á hjólinu, og hún var passleg; þá geturðu notað hana sem viðmið upp á lengd. Hinsvegar ef þú veist ekki hve langa keðju þú þarft þá myndi ég fara varlega í styttingar. Ef þú vilt endilega gera þetta sjálfur, taktu þá minna en meira af keðjunni. Þú gætir gert þetta í nokkrum skrefum, skilur.
Þú þarft keðjuþvingu ( verkfæri til að ýta pinnunum, sem halda keðjunni saman, út og svo inn aftur ).
Passaðu þig að ýta ekki pinnanum alveg úr keðjunni. Hann á að vera í öðrum hlekknum. Þú verður í world of fock ef pinninn dettur alveg af. Það er að segja ef þú ætlar að reyna að troða honum inn aftur. Þá þarftu annaðhvort að stytta enn meir, eða nota keðjulás. … Eða eyða klukkustundum í að reyna að troða pinnanum inn aftur; og það er ekkert garanterað að það takist.
Til gamans má geta að það er hægt að opna keðju og loka henni aftur, mjög mjög drukkinn. Það er meira að segja hægt að gera það tvisvar. ;) Ég náði nefnilega að setja hana vitlaust á, þar sem ég var svo útúr drukkinn. En í tilraun númer tvö tókst þetta fullkomlega og hlekkurinn algerlega laus við stýfleika.
Þannig að ef ekkert virkar hjá þér, mæli ég með því að þú drekkir bara meiri bjór! :D