Mig langar dálítið að ræða álit ykkar og reynslu á flutningarfyrirtækjum heimsins. Þau sem ég hef prófað eru mjög mismunandi, allt frá því að vera ömurleg og upp í frábær.

Mín reynsla:

UPS: var að fá ramma og dempara með þeim núna í dag, svaðalegur hraði, 2 dagar frá Utah USA til Íslands, með hraðari þjónustum sem ég hef fengið.

USPS: Rusl frá helvíti, ef þú ert til í að bíða í meira en mánuð eftir pakka notaðu þetta fyrirtæki. Búinn að nota þetta fyrirtæki tvisvar, 5 vikur að fá einn dempara og núna er ég að bíða eftir dvd myndum og þær eru að verða búnar að vera 4 vikur á leiðinni.

DHL: Mjög fljótir, 2-3 dagar yfirleitt, og þá yfirleitt mesti tíminn fer í að senda pakkan frá RVK til AK. Samt yfirleitt dýrasta fyrirtækið sem þú getur valið.

Jæja hvað með ykkur?