Það er rétt hjá þér, stafsetning og málfræði selur betur en flott mynd! og þar tala ég af margra ára reynslu sem sölumaður í verslun ( Nanoq og Útilíf )
Ég skal segja ykkur eina góða sölumennsku sögu,
Það er júlí og gott veður, og flestir búnir að fá útborgað fyrir júní mánuð. Gott og blessað, ég er að vinna í kringlunni og í mjög góðu skapi því sumar og gott veður hefur þessi áhrif á mig! Það kemur skvísa inní búðina til mín og segjist vera að leita sér að línuskautum og ekki að því ódýrasta því hún er nýbúin að fá útborgað!
Þarna sé ég mér tækifæri að reyna selja henni hjól en ekki línuskauta! eftir 45mín söluræðu og persónutöfrum, förum við saman á kassan og hún borgar fyrir dýrustu línuskautana í búðinni (29990kr) og að sjálfsögðu eitt stk reiðhjól (29990) plús aukahluti, bretti og standara og þess háttar dresl sem verður að vera á bleikum dömuhjólum!
Það sem er magnað við þessa sögu er það að ég hitti svo þessa sömu stelpu aftur um kvöldið niðrí bæ þar sem ég var fullur og hún gerði sér lítið fyrir og kýldi mig í andlitið og sparkaði í sköflunginn á mér fyrir að hafa platað hana í að eyða mest öllum laununum sínum í eitthvað heimskt hjól!
Ok ég átti þessi högg skilið en ég náði að selja henni hjól eins og ég hafði ætlað mér!?!
Svo þið skuluð passa ykkur á mér þegar það er gott veður, því þá er ég í sölumennsku ham!
Kv Lemondez González