Til að byrja með þarftu að vera viss um að þú sért tilbúinn að fara útí DSLR, það er soldið mikið sem þú þarft að læra á vélina svo hún fari að nýtast þér eins og hún á að gera.
DSLR kostar líka meira en start kittið, þ.e.a.s ef þú villt nýta þér það sem DSLR getur gert fyrir þig, þú þarft að vera tilbúinn að eyða í gler (linsur) og það eru engir smá peningar, þokkaleg gler eru að kosta á bilinu 600-2000 USD í útlandinu. Ef þú hefur ekki tök á því að kaupa þar margfaldaðu þá töluna með 2 og volla þú ert kominn með séríslenskt verðlag.
Powershot vélarnar frá Canon eru snilld endilega skoðaðu þær áður en þú ferð útí DSLR pælingar
Með ramma á sec þá er ég ennþá að bíða eftir að sjá vél með 27 römmum á sec… það er svipað og filma……….
En annars erum við að tala um 3 ramma á sec (fps) með ódýrari budget DSLR, 5 ramma á sec með 20D og 30D, 8.5 ramma á sec með 1D MarkII.
3 rammar á sec er nóg, 5 rammar á sec er geggjað og 8.5 er…. (of)dýrt?
En mundu bara að myndavélin þín tekur aldre betri myndir en þú getur tekið og heldur ekki betri myndir en glerið sem hangir framaná henni getur tekið…