Ef þér þykir raunverulega gaman að hjóla (hjóli-hjóla eins og sumir kalla það) þá eru racerar tærasta form hjólreiða, ef þú skilur hvað ég á við. Allt annað er í raun “útgáfa af því” að hjóla á racer. Málið er að racerar eru einfaldlega bestu hjólin, ef þú ætlar að bara að hjóla. Fjallahjólin eru einfaldlega það sem maður verður að sætta sig við aðstæður eru slæmar til hjólreiða. Ef þú fílar mikinn hraða, og finna adrenalínið flæða um þig, ef þú fílar að finna hjartað slá, og mjólkursýrurnar flæða um þig, ef þú vilt eitthvað “alvöru” eitthvað svona “fullorðins” þá ertu tilbúinn í racer. Ef ekki þá ertu ekki tilbúinn fyrir racera. Já og eitt enn, ef þú hefur gaman af því að hjóla nonstop í nokkrar klukkustundir, þá eru racerar fyrir þig.
Það fyrsta sem þú vilt pæla í er auðvitað að finna hjól sem passar fyrir þig. Ég er 186cm og nota 54cm stell. Það er óþarfa sjálfspíningar að þurfa að hjóla með bakverki eftir fyrstu klukkustundina.
Svo er það stellið. Það er dýrt spaug að reyna að létta hjól með því að nota létta aukahluti. Mun betra að vera með létt stell í grunninn. Það þarf að passa og því stífara því betra. ( Ástæðan er sú að meiri orka fer í betalana og í að knýja hjólið áfram. ) Athugaðu að því minna sem bilið er á milli dekkjanna, því aggressífari geometríu ertu með. Það er að segja þá er stellið stífara, og betra í spretti, en það liggur ekki eins vel og er hastara á veginum ( finnur meira fyrir undirlaginu ).
Svo eru það í rauninni bara aukahlutirnir sem þú getur meira dundað þér við að betrum bæta og skipta þeim út. Þannig að það er ekki eins krúsjal atriði. Það er miklu betra að eiga frábært stell sem passar þér fullkomlega og krappí aukahluti, en að eiga krappí stell og top line aukahluti. Skilur.
Ástæðan fyrir öllu spandexinu er mjög einföld. Þegar þú ert kominn upp yfir ákveðin hraða, verður loftmótstaða alltaf meiri, og virkar sem ráðandi þáttur í hve hratt þú kemst. Loftmótstaðan er þess vegna þakið sem segir til um hve hratt þú kemst. Jafnvel þó þú sért massaðri en fokk og með hjarta og lungu eins og veðhlaupahestur, þá er loftmótstaðan það öflugur þáttur að hún lækkar topphraðan þinn alltaf gýfurlega. Því hraðar sem þú ferð því fastar ýtir loftmótstaðan á móti og þal er hún alltaf sterkari en þú, sama hve mikil hjólahetja þú ert. ;)
Til að fræðast um aukahluti myndi ég bara kíkja á shimano síðuna á netinu og googla bara soldið. Ég myndi segja að þú ættir að reyna að fara ekki undir Ultegra staðalinn í aukahlutum. En þá ertu líka kominn með fínar græjur. Ultegra eru bara örlítið þyngri en Acera, en virka alveg jafn vel. Þú getur auðvitað líka farið út í önnur merki, og meira snobb, en það getur orðið frekar dýrt og alger óþarfi til að byrja með. Athugaðu að þú þarft líka að verða góður til að nýta góðar græjur. Gírarnir eru vanalega 52 tennur á stærra hjóli ( held að það minna sé vanalega 43 en gæti verið að misminna ) að framan og 25 - 12 að aftan, ef ég man rétt. Þú villt ekki fara í þyngri gíra til að byrja með, þetta verður soldið stökk til að byrja með fyrir þig, en þú venst þessu fljótt. Að hjóla upp brekkur verður líka soldið öðruvísi, þú verður að venjast því að hjóla upp brekkurnar í mun þyngri gírum en á fjallahóli, en þú ferð líka mun hraðar þegar þú hefur fengið nægan styrk og betra þol. ;)
0) Ertu tilbúinn í racer?
1) Rétt stærð.
2) Gott stell.
3) Sæmilegir aukahlutir.
4) Hjólaðu og hjólaðu meira!
Ég segi ef þú hefur rétta attitudið ( alvöru hjólreiðar snúast oft meira um þrautseigju en um líkamlegt atgerfi ) og fílar að hjóla í alvöru, skelltu þér þá á racer og velkominn í hópinn. :)
No offence þið hinir sem eruð ekki að stunda “alvöru” hjólreiðar eins og ég kalla það. Þetta er bara það sem mér finnst. En allir sem stunda hjólreiðar í einhverri mynd tel ég tilheyra sömu stóru fjölskyldunni, sem auðvitað stendur saman.