Jæja, núna er í pínu vandræðum.

Hjólið mitt varð úti í vonsku veðri og ringidi heilmikið á það, varð það til þess að ýskra fór í demparanum.

Þá reyndi ég að smyrja hann eins vel og hægt var…, allt í lagi með demparann núna…

En þegar ég smurði hann þá þurfti ég að losa þessa svörtu hosu sem er á stöngunum, og málið er, ég kem henni ekki almennilega á, þ.e. alltaf þegar demparinn dempar þá færist þessi hosa upp með stönginni.

Er ekki einhver sem lumar á góðu ráði til þess að laga þetta?

Fyrirfram þakkir.