Besta setupið myndi ég segja að sé að vera með varaslöngu, og skipta á vettvangi. Ein ástæða fyrir þessu er til dæmis rigning, það getur verið bögg að bæta í rigningu ( ég hef prufað það ).
Svo bætir maður slöngurnar heima, prufar slönguna, og notar hana næst þegar springur.
Sá sem kann ekki að bæta dekk er óumdeilanlega nOOb, því miður, það er bara þannig.
Sá sem kann að bæta dekk en gerir það aldrei myndi ég kalla aula, eða latan gaur, eða jafnvel “weakling” andlega. Ég á bara erfitt með að skilja afhverju menn bæta ekki sprungnar slöngur, það er lítið mál og slöngur ( nema racer slöngur ( þær eru of mjóar )) eru alveg jafn góðar á eftir.
Á fjallahjólunum mínum eru til dæmis vanalega bættar slöngur, og þær endast bara og endast.
Þegar dekk springur aftur og aftur, með mjög stuttu millibili ( eins og 10 sinnum sama dag ?! ) þá er mjög líklegt að það sé eitthvað innan í dekkinu. Eins og til dæmis lítið glerbrot, eða málmflís ( kemur oft af nöglunum á bíldekkjum ). Svo getur þetta líka komið upp ef dekkið sjálft er rofið; ójafna getur núið gat á slöngur.
Þannig að ég segi BÆÐI!