Það er væntanlega betra að nota “hjólaolíu” þó þetta sé mest allt sama dótið, bara mis þykkt og með ólíkum “bætiefnum”. - En þú getur í raun notað margt annað, eins og til dæmis saumavéla olíu eða bara að spyrja á bílaverkstæðum eftir einhverju sem er frekar þunnfljótandi. Bara að prufa sig áfram. Svo ef allt fer í hönk, er málið að nota WD-40 til að hreinsa draslið upp, og reyna svo aftur.
Myndi samt prufa þetta á ódýru hjóli til að byrja með. ;)
En í fyrstalagi 1) er málið að hafa keðjur ( og annað þess háttar ) hreint!, fyrst þá 2) er að smyrja draslið.