Ég veit að ég er pínu snemma í þessu en ég veit líka að það hefur verið talað um þetta en
aldrei neitt gert í þessu og nú vil ég að eitthvað gerist þar sem mér langar sjálfum að prufa þetta!
Þar sem það hefur verið einhver umræða um snow moto, en það er bara svo dýrt og það toppar
ekkert að vera á hjólinu sínu.
Er ekki málið að skella sér upp í Bláfjöll í vetur og fá að renna sér niður fjállið á hjólinu!
Það var talað um þetta síðasta vetur en aldrei varð neitt af.
Maður hefur séð video af köppum stökkva og bruna niður snævi þakinn fjöll og þar sem við búum nú einu sinni á Ísland þá finnst mér að við ættum að sameina í grúppu einhvern daginn og láta á þetta reyna?
Það verður bara gaman að prufa þetta! Brunna niður Kóngsgilið á fullu eða ef einhverjum langar að reyna
að fleyta á púðrinu?
Hver er memm? og hvað finnst ykkur?
Já og ef einhver heldur að þetta sé ekki hægt, skoðið þá þetta video því þessi virðist ekki eiga í vanda með þetta!
(kannski smá)