já ég var að spá með að setja skrúfur í dekk, á BMX hjóli.. er eitthvað vit í því :)?
ég á eitt aukadekk, og langar svolítið að prufa þetta, því það er svolítið óþægilegt þegar maður er kannski að negla á pall og byrjar annaðhvort að spóla eða slæda bara til hliðar, sem hefur gerst alveg töluvert fyrir mig.
Fékk þær leiðbeiningar um að bora lítil göt í dekkið, kaupa mér bara litlar skrúfur (5mm eða e-ð) og skrúfa í götin, taka svona “rape tape” (silfraða teipið sem þú kaupir á bensínstöðvum, duck tape eða eitthvað álíka) og límir þétt innan í dekkið þar sem götin eru, býrð þannig til þéttinu til móts við götin.
Eruð þið með einhverjar aðrar hugmyndir hvernig gott væri að gera þetta eða er þetta kannski málið?