Ég er í spandex klíkunni. ;)
Ef ég hjóla undir 15km tel ég það ekki með. Þannig að ég hjóla nokkrum sinnum í viku ( það er misjafnt 1-5 skipti býst ég við ). Er raunar búinn að vera allt of latur núna.
Racer er málið fyrir mig, því hraðar því betra. Ég myndi held ég ekki snerta á öðru ef það væri ekki fyrir þetta leiðindar veðurfar hér. Þannig að ég fjallahjólast ef það er ekki þorandi að vera á racer.
Annars er maður auðvitað að hjóla á milli, bara til að komast á milli A og B, og þá er maður ekkert endilega í spandex dressinu, bara í einhverju sem hentar á hjóli og virkar sæmilega eðlilega af hjólinu. Þá skil ég raunar hjálminn eftir heima líka.
Almennt hjóla ég alltaf á götunni, bæði þar sem gangstéttir eru stórhættulegar þegar þú ert kominn yfir 25km/klst, bílar búast ekki við þér ef þú ferð yfir gatnamót, og þar að auki geturðu drepið gangandi vegfaranda á þessum hraða.