Það hafði sprungið á Diablo hjólinu mínu kvöldið áður, ég fór að skipta um slöngu og labbaði útá bensínstöð á seltjarnarnesi til þess að pumpa vel í dekkið. Eins og alltaf þá var ég hlífa laus og hjálm laus og pínu æstur, búinn að vera að læra allan daginn! ég tók smá hring á seltjarnarnesinu með óskari sem er bróðir kærustunnar minnar. það er byrjenda drop við skóla sem er þarna og það drap demparann minn! Ég hafði verið kvöldið áður að taka dobble sett og miklu stærri hluti, en það var lítið stelpu drop sem varð mér að falli! sem betur fer? segji ég nú bara, það hefði ekki verið gott að éta hann í e-h tröppum.