Þetta snýst nú ekki um að ég sé ósáttur með úrslitin.
Úrslitin voru fín, góð hugmynd sem var ágætlega útfærð.
Ég hef bara tekið eftir því að í þessum keppnum er fólk að kjósa myndir eftir því hver er á myndinni og hvað hann er að gera. Það er ekki beint pointið en jú auðvita hluti af myndinni. Það sem mér persónulega finnst skipta miklu máli er að gera eitthvað skapandi, eitthvað sem maður er ekki búinn að sjá milljón sinnum hérna og stöðum eins og pinkbike.com.
Þetta snýst ekki um að vera með dýrustu og flottustu myndavélina, margar af flottustu ljósmyndum heims hafa alls ekki verið teknar á dýran og flókinn ljósmyndabúnað, heldur þver öfugt á ódýran og almennan ljósmyndabúnað eða heimasmíðaðann.