Jæja stúlkur og strákar á morgun er góður dagur! Það verður sýning niðri í Hljómskálagarði. Einnig verður götuhjólakeppni í kringum tjörnina. Það verða hjólalestir frá fullt af stöðum í borginni sem byrja kl 13:00 skilst mér.
Hjólasýningin hefst kl 16:00 og Tjarnarspretturinn verður í kringum 15:30-16:00, en nánar um hana á heimasíðu HFR, www.hfr.is :)
Veðurspáin segir hell yeah og spáir 11 hitastigum, kringum 2-3 vindstig og heiðskýrt, þannig að í nafni íslensks veðurs er eins gott að allir láti sjá sig.
Sjáumst á morgun!
Bætt við 15. september 2006 - 23:24
Ehm
Hjólasýning = Stökk sýning, stökkpallar, gaukar að stökkva, detta, gera trick ofl.
Fyrir þá sem gætu misskilið