Það eru náttúrulega til mismunandi vökvabremsur, til mismunandi nota. Og vírabremsur eru almennt lélegri, nema maður sé mikið fyrir street og er á fjallahjóli, þá kýstu vel stilltar og góðar vírabremsur upp á barspin og x-up og þann pakka.
Til að byrja með, modulation er hversu mikið þú getur haft áhrif (modulate) á kraft bremsunnar þegar þú ert að bremsa. Þetta fílast á hversu smooth leverinn er eftir því sem þú bremsar meira. Gott modulation er þegar þú getur byrjað að bremsa mjög snemma á levernum, en getur farið alla leið inn að gripi, ef þú vilt t.d. læsa dekkinu. Slæmt modulation (en er alls ekki slæmur hlutur) er þegar leverinn stoppar snögglega þegar bremsupúðarnir snerta diskinn, og þegar þú getur mjög auðveldlega læst.
Vökvabremsur eins og Hayes HFX-9 (nine) eru gerðar bara í basicly allt, en eftir að hafa prófað margar gerðir, þá kemst maður að því að Nine eru helvíti góðar DJ, street og bara technical bremsur, þær læsa hörkuvel, hafa ekki mikið modulation og hafa meira svona “firm” feel.
Hinsvegar eru bremsur eins og Hope M6, Avid Code og Magura Gustav M bremsur sem eru strictly DH, með stóru S-i. Þetta eru bremsur sem eru gerðar til að hafa eins konar ABS, læsa ekki brjálæðislega, en hafa samt crazy kraft. Fólk sem prófar þær finnst þær bara eins og illa stilltar vírabremsur, hahah þær komast inn að gripi?? Fokk lélegt rusl! Alls ekki. En þær eru náttúrulega ekki gerðar í street eða dirt jump eða þess konar dót, þegar þú ert að læsa afturdekkinu í abu baca eða 180 eða whatever.
Ok nú er ég búinn með þennan pakka, þannig að ég segi bara, hver er hjólastíll þinn? Street? Dirt jump? Fáðu þér Hayes Nine, sérð ekki eftir því. Downhill? Freeride? Þær eru dýrari en andskotinn en skoðaðu Gustav eða M6. Annars eru bestu bremsurnar til að nota í ALLT, Juicy 7 eða 5, Hayes MAG.