Að gefnu tilefni vil ég minna á að allur mokstur uppí Hlíðarfjalli þarf að fara í gegnum mig eða hina tvo vini mína sem eru í því að moka DH brautina.
Við lentum í því að koma uppí fjall í dag og þá hafði ónefndur aðili tekið sig til og gert breytingar á brautinn okkar sem voru ósamþykktar og ekki til hins betra að okkar mati. Okkur finnst flott að fólk hafi áhuga að á hjálpa til við uppbyggingu brautarinnar og allt það en þegar það er farið að vanvirða okkur svona þá getum við ekki annað en verið sárir. Við höfum eytt mjög miklum tíma og orku í að hanna og moka þessa braut og eins og er erum við þeir einu sem höfum leyfi frá staðarhaldar í fjallinu til að moka í því. Þessi breyting eyðilagði svæði sem var einstaklega vel útilátið og verða breytingarnar eyðilagðar og reynt að gera eitthvað gott úr þessu.
Ef þið hafið einhvern áhuga á að moka uppí fjalli þá þurfiði bara að hafa samband við okkur til að sjá til þess að þið séuð ekki að hafa áhrif á brautina eða að moka eitthvað sem var á planinu að moka.
Takk fyrir.