Ég er byrjaður að hafa áhyggjur af því að DH brautin sem við erum að moka hérna á Akureyri. Við erum búnir að plana eiginlega alla brautina og komnir vel í gang með að moka hana. En í kvöld þá dröslaði ég hjólinu mínum með uppeftir til að prófa kaflan sem hafði verið mokaður um daginn. Þetta er svona 100m langur kafli sem inniheldur eitt drop (~2m), þröngar leiðir á milli þúfna og tvö stökk. Ég prófaði stökkin til að vera viss um að geta stokkið alla leið og það heppnaðist svona ágætlega. En síðan var komið að droppinu, ég var kominn í ágætan fíling af því að hjóla stíginn og taka stökkin þannig að ég varð bara að taka droppið. Fyrsta tilraun, of hægur og dreg afturdekkið eftir hálfu droppinu áður en ég lendi og er eitthvað að hugsa annað og gleymi að bremsa almennilega og keyri á feit þúfu og fer framfyrir mig. Festis eitthvað smá í hjólinu en ekkert meiddur. Þá er náttúrulega ekkert annað en að ná þessu almennilega í tilraun nr. tvö. Byrja aðeins ofar og kem á meiri ferð. Næ þessari fínu lengd en, eins og einhver hálfviti beygi ég í loftinu og lendi þannig. Ekki nóg með það heldur er ég líka alltof langt til hægri en þar er hátt barð sem á ekkert að vera of nálægt. En allavegana þá tók ég víst stoppy niður mest allan bremsu kaflan og fer síðan framfyrir mig á lítilli þúfu. Núna meiddi ég mig, háls, tognaður litli putti og sár á leggnum. Síðan datt ég aftur eftir fyrsta stökkið og náði þá að rífa buxurnar mínar á lærinu með pedalanum.
En allavegana ætti ég að hafa áhyggjur af því að þetta sé svona erfitt eða eru menn að fíla það? Kannski er ég bara svona lélegur?
shit hvað þetta varð langt…