Til kasta lögreglu kom í heldur óvenjulegu máli í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þar rákust saman maður á reiðhjóli og bíll við Hverfisgötuna án þess þó að alvarleg slys yrðu á fólki en bíll og hjól skemmdust eitthvað. Reiðhjólamaðurinn var hins vegar færður í fangageysmlur þar sem hann var grunaður um ölvun undir stýri, en bannað er samkvæmt lögum að hjóla undir áhrifum ekki síður en aka bíl.

Já, þetta tók ég af vísi.is. Kom í fréttablaðið og allt. Fannst þetta nokkuð fyndið þar sem félagi minn hefur farið nokkuð oft út að hjóla fullur skilst mér. Kannski maður prufi þetta:D

En maður fær víst 5000 kr. sekt fyrir að hjóla drukkinn