Ísklifurnámskeið fyrir byrjendur verður fyrst bóklegt innanhúss í húsakynnum Ísalp í Skútuvogi 1. Þar verður farið yfir hnúta, kynnt hugtök og búnaður í ísklifri ofl. Mæting í bóklega hlutann verður miðvikudag 23.nóv. kl. 20.

Laugardaginn 26. nóv. verður síðan haldið út í ísinn. Þar verður kennt að klifra, tryggja línur og nota ísskrúfur og margt fleira. Farið verður í ís í nágrenni Reykjavíkur þar sem aðstæður eru bestar. Verð er 15 þús kr. en 10 þúsund kr. fyrir félaga í Ísalp sem hafa greitt árgjald sitt. Ísalp niðurgreiðir mismuninn. Búnaðarleiga er ekki innifalin í verðum.

ATH.: Þótt skráning hér á vefnum sé óþörf er aftur á móti NAUÐSYNLEGT að skrá sig hjá íslenskum fjallaleiðsögumönnum með tölvupósti: mountainguide@mountainguide.is
· staður/stund: Klifurhúsið kl. 20:00 í bóklega hlutann
· gjald: 15.000 kr. (10.000 fyrir Ísalpfélaga)
· umsjón: Íslenskir fjallaleiðsögumenn
· skráning: óþörf
Tevur eru drasl