Hjólalestin leggur af stað laugardaginn 17. september, kemur þú með?
Lagt er af stað frá Spönginni Grafarvogi, Árbæjarsafni, ísbúðinni í Hjarðarhaga í vesturbæ og verzlunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði kl. 13.00
Hjólað verður að Nauthólsvík þar sem allar lestirnar sameinast kl. 14:00 og stefna að niður í bæ þar sem hjólreiðakeppnin „Tjarnarspretturinn - hjólreiðakeppni meistarana" hefst kl: 15:30. Í Hljómskálagarðinum verða síðan ofurhugar með freestyle stökk á hjólum auk þess sem slegið verður á mjög létta strengi, boðið er upp á ráðgjöf frá hjólameisturunum ásamt ýmsu öðru skemmtilegu. Láttu endilega sjá þig!
13:00 Hjólalestirnar leggja af stað frá Spönginni Grafarvogi, Árbæjarsafni, ísbúðinni í Hjarðarhaga í vesturbæ og verzlunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði áleiðist í Nauthólsvík.
14:00 Hjólalestirnar leggja af stað frá Nauthólsvík
15:00 - 15:15 Hjólalestin lýkur ferð sinni niður laugaveginn
15:00 Götum lokað
15:30 Götuhjólreiðakeppni hefst
16:00 Götuhjólreiðakeppni lýkur
16:15 Götur opnaðar: Borgarstjóri afhendir verðlaun.
Team Gap hópurinn sýnir hjólastökk og önnur tilþrif í Hljómskálagarðinum!
16:30 Húsafellsferð ÍFHK leggur af stað frá Hljómskálagarðinum.
ok er ekki klikk þetta stóð á
www.hfr.is