Mér finnst mjög gaman í Hlíðarfjalli, bara hjóla eitthvað uppeftir og síðan þeysa niður þar sem maður vill. Það á að fara í að gera einhverja hjóla og göngustíga þarna uppfrá í sumar og síðan var það hugmyndin hjá okkur vinunum að gera einhverja DH braut þarna uppfrá svo það væri hægt að keppa annarstaðar en í RVK. Síðan erum við að plana að gera smá North-Shore dæmi þarna uppfrá líka.
Var að fá hjólið mitt frá USA, þvílíkt yndi, guð minn góður hvað það er þægilegt að hjóla á því. Var svona einn og hálfan tíma að setja það saman og síðan vorum við vinirnir í 3 tíma að leika okkur í mini droppum en ég skrifa meira um það seinna.