Ég var að spá hvort að fólk hérna vissi hvar væri hægt að leigja ísklifurbúnað (Brodda og Axir) hérna á klakanum, þá annarsstaðar en hjá íslenskum fjallaleiðsögumönnum?
Takk
“Practice makes perfect, but nobody is perfect so why practice?”
það gæti nú verið pínulítið erfitt fyrir þig að fá þetta leigt…annars finnst mér mjög heimskulegt að fara að ætla að leigja eða fá lánað svona stuff…næstum því jafn aulalegt og að kaupa notaða línu…mæli bara með því að þú splæsir í svona ef þú ætlar eitthvað að vera að klifra
Mér finnst það nú vera svolítið út í hött að líkja þessu saman. Lína er eitthvað sem að þú villt vita hvað hefur komið fyrir og eiga nýja og fríska. Broddar og axir eru allt annað að mínu mati, þó það saki ekki að vita hvert hlutirnir hafi farið og hvað komið hefur fyrir þá.
“Practice makes perfect, but nobody is perfect so why practice?”
þar er ég alls ósammála þér, allavega fyrir mig, þá skiptir það mig jafn miklu máli að vita um ástand axanna og broddanna, fyrir utan það að hver og einn lærir inná sínar axir og brodda, hvernig er best að beita þeim og það er vont að nota svoleiðis frá öðrum. Þú getur litið á það sem út í hött ef það hentar þér, en ég lít líka á það sem út í hött að leigja svona búnað.
Það er hægt að leigja brodda axir og skó hjá ÍFLM. Scarpa vega plastskór á 1000 kall daginn en 500 kall auka dagar. Er 99,9% viss um að ekki sé hægt að leigja línur. Það asnalegasta sem ég veit um er þegar einhverjir aular taka upp á því að kaupa sér klifurdrasl fyrir himinháar upphæðir án þess að vera búnir að prófa sportið að einhverju viti. Maður lærir inn á sínar axir þegar maður kaupir sér axir, en það er einmitt þegar maður hefur prófað ísklifur fyrir alvöru. Auk þess finnst mér fínnt að svona dót sé leigt út, ef það getur komið fleira fólki inn í sportið þá finnst mér mjög erfitt að hallmæla svona útlánum. Menn þurfa að vera á mun lægra plani en byrjendur til að skemma brodda og axir að einhverju ráði. Auk þess er gætt að því að dótið sem er leigt út sé í góðu ástandi. Farðu bara inn á www.mountainguide.is og þar kemstu í samband við þá. Auk þess halda þeir námskeið í ísklifri sem þú ættir kannski að kíkja á. Ps. Þokkalegur ís í Flugugili, nokkuð blautt á köflum. Einnig töluvert af ís í Múlafjalli.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..