Fjallabrun(downhill) keppni
Fyrsta Downhill keppnin í mörg ár verður haldin í Úlvarsfellinu laugardaginn 19 júni kl. 14:00. Kröfurnar sem gerðar eru til keppenda eru eftirfarandi: keppandi verður að hafa náð 16 ára aldri eða koma með skriflegt leyfi frá foreldri/forráðamanni, keppandi verður að hafa lokaðan hjálm, brynju, hné og olbogahlífar, hanska og síðbuxur. Hjólið verður að vera í góðu standi og allir öruggisbúnaður í lagi. Æskilegt er að hjólin séu með framdempara eða full dempuð. Allir sem hafa áhuga, komið og keppið og fáið sem flesta til að keppa(eða horfa á). Ef þið hafið spurningar látið heyra í ykkur hérna! (sjá líka í Atburðir)