Núna framundan er sá tími ársins sem best er að læra köfun, ef allt er tekið inn í dæmið. Skemmtilegasti köfunartími ársins að mínu mati er snemma á vorin og svo auðvitað allt sumarið vegna veðurs og hitafars. Núna um þessar mundir er allt tilhugalýf sjávarins í fullum gabgi og er mjög skemmtilegt að fylgjast með því. Þá er Hrognkelsið að byrja að ganga og selurinn að koma í látrin, þannig að fyrir kafarann og þá sem eru alltaf á leiðinni í köfun, þá er rétti tíminn einmitt núna. Köfunarskólinn Kafarinn.is er sem fyrr sá aðili sem er að bjóða besta verðið á byrjendanámskeiði á íslenskum markaði og einnig sá skóli sem leggur hvað mest upp úr því að menn fái góða kennslu, en jafnframt góða skemmtun út úr námskeiðinu. Þannig að endilega farðu á <a href=“www.kafarinn.is” target=_blank>heimasíðu</a> skólans og kynntu þér málið og komdu svo með okkur í köfun. Hættu að hugsa um þetta og farðu að framkvæma:-)