Fjallahjólamennska?
Ég byjaði að stunda það af einhverju ráði fyrir tveimur árum að fjallahjólast og verð að segja að þetta er sport sem kom mér á óvart. Ég reyndar veit ekki mikið um þetta sport sem slíkt heldur fór bara að hjóla upp rollustíga og slíkar leiðir á fjöllunum fyrir austan og fannst það bara vera skrambi gaman og líka býsna erfitt. Ég hef stundað fjallgöngur býsna mikið og þetta er bara nýr hluti af fjallamennsku fyrir mig. En það sem ég hef verið að velta fyrir mér er það að hvort einhver slík félög séu til hérna á íslandi og hvort það séu til einhver yfirlit yfir leiðir(eitthvað annað en malbikaða vegi) sem maður gæti prófað hérna fyrir sunnan?