í dag var góður dagur hjá mér og vinum vínum þar sem við fórum út að hjóla. við vinirnir er smá adrenalín fíklar og finnst ekkert jafn gaman og að hjóla um vegleysur. við búum á Akureyri og mér hefur alltaf fundist vanta einhverja stíga eða eitthvað til að hjóla á. en nú er komin lausn, það er að hjóla uppá eitthvað fjall (eða langleiðina upp) fara síðan út í þúfurnar og bruna þar niður. þetta er ekkert downhill en reynir dálítið á ef maður er í dálitlum bratta. því hvet ég alla sem hafa áhuga á að hjóla á öðru en malbiki að prufa þetta (ef þið hafið ekki prufað þetta áður). einfaldlega farið eins hátt upp og þið getið, í okkar tilviki uppfyrir Strýtu í Hlíðarfjalli og farið síðan meira en 5 metra í burtu frá veginum eða slóðanum og látið ykkur gossa niður. einnig mæli ég með notkun á hjálmum þar sem ég hef dottið nokkrum sinnum og er ekki vitlaust að vera á dempara hjóli.