veit ekki hvort að ég á að telja þetta jaðarsport en ……
fór einhvern tímann í svona pendúlstökk eða svoleiðis í siglínu og það var bara helv. gaman<br><br>“Ef það er möguleiki á að nokkrir hlutir fari úrskeiðis, þá verður það sá sem veldur mestu tjóni sem gerir það.”Murphy
Ég fór á námsskeið í Maí í Paraglidingflugi hjá Svifdrekafélagi Reykjavíkur og í kjölfarið fékk ég mér eina. Mín besta upplifun var þegar ég fór í mitt fyrsta hang yfir Úlvarsfelli á svifhlífinni. Þar var ég ásamt nokkrum öðrum í 20 min hangi, maður sá bílana á Vesturlandsveginum eins og littla maura. Útsýnið þaðan er ekkert smáræði Reykjavík, Esjan, HÁTT NIÐUR og adrenalínið ! ! ! Frábært :)
2 eftirminnilegar stundir, báðar á kayak a) missti af lendingarstað fyrir ofan mjög nasty (í eyvindará) foss og þurfti að róa lífróður á móti straumnum til að ná í land. var um það bil að gefast upp þegar ég náði í lignuna
b) klúðraði línunni minni í jökulsá austari og lak afturábak ofan í stærstu holuna í þriggjastalla flúðinni, en slapp merkilega vel út úr því
alltaf best að sleppa lifandi þegar maður er um það bil að gefa upp alla von :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..