Klifur og sig á Íslandi
Því að þetta er svona dautt sendi ég þetta inn sem grein. Ég fór eitt sinn með frændfólki mínu og fyrirtæki frænda míns í svona leiðangursferð. Þar fórum við á kajak, hellaskoðun og síðan en ekki síst SIG OG VEGGJAKLIFUR!!! Mér fannst sigið og klifrið svo skemmtilegt að ég fékk þetta alveg á heilan og gat ekki hugsað um neitt annað. Ég leitaði allstaðar að svona klifuraðstöðu en fann ekki neina nema nanoq \“klifurtippið\”. Ég klifraði hann alla leiðina upp og það var geðveikt gaman. Síðan hélt ég áfram að leita en fann engann stað þar sem hægt var að koma og klifra allmennilega aftur!! Hvar get ég eiginlega fundið svona staði? eru einu sinni til svona staðir í rvk?