smá klifur á ferðalagi
Ég var á ferðalagi s.l. sumar með vini mínum. Við leygðum okkur benz c180 compressor og keyrðum til austurríkis og vorum þar í nokkra daga. Á þessum stað (oetztal) voru nokkrir staðir þar sem hægt var að klifra og m.a. einn 200m hár klettur. Við græjuðum okkur upp og kíldum á´ðam eftir að vera búnið að fylgjast með nokkrum öðrum fara af stað. Svo var lagt af stað og maður vissi í raun ekki út í hvað maður var að fara, nema það að búið var að segja við okkur að þetta væri ekki fyrir byrjendur, enda erum við það ekki, nema í svona klifri. Við fórum af stað og all gekk vel, það var ekki mikil umferð þegar við vorum, enda var það seinni þart dags, en töluverð traffík var um daginn. Við sáum einn gau sem fór sóló - án alls öryggis og hann hefur kannski verið um 20 min að skella sér upp. Ég verð að segja að þetta var allveg geðveikt, að klifra þarna utaná einhverju steindóti og horfá pínulita bílana er allveg ólýsanlegt. Svo var auðvitað skrifað í gestabókin sem var i um 150m hæð. Þetta er ekki svona hefðbundið klifur, heldur er búið að strekkja vír alla leiðina og í hann er tryggt, svo maður þarf ekki mikinn útbúnað. (belti, læsta og ólæsta karabínur, góða skó, og smá spotta) Einnig er á mörgun stöðum svona hjálparstig til að stíga á, en aðallega neðst og svo verður þetta nokkuð eftitt á sumum stöðum. Ferðin tók alls um 2-3 tíma enda var þetta frumraun okkar í svona klifri, svo var auðvitað útsýnið skoðað.