Já, mig langaði svolítið að gera svona “How-to” grein og ákvað að byrja á því fyrst og fremst að reyna að leiðbeina byrjendum. Athugið þó að þetta er bara það sem hjálpar mér og engir 2 eru eins, en vonandi hjálpar þetta þér líka.
Bunnyhop
Bunnyhop (mjög oft bara kallað bunny) er einfalt trick og í raun grunnurinn af öllum sem þú gerir. Bunnynop snýst um að lyfta framdekkinu og hoppa svo upp í loftið án þess að nota neinn stökkpall.
Komdu þér fyrir á þínum hraða, og hafðu þann fót sem þér finnst þægilegra fyrir framan (ég nota hægri). Beygðu þig í hnjánum og rykktu svo afturábak þannig að framdekkið lyftist. Mér finnst best að helda líkamanum neðarlega nálægt afturdekkinu til að ná framdekkinu hærra, það auðveldar þér að hoppa hærra. Reyndu að ná framdekkinu nógu hátt til að “poppa” eða þegar hjólið kemst yfir ákveðinn þyndarpunk þannig það er auðveldara að lyfta því. Þegar dekkið er komið nógu hátt skaltu reyna að hoppa og taka hjólið með þér, réttu alveg úr fótunum og haltu þér þannig þangað til þú ert komin/n eins hátt og þú telur þig fara, þá skaltu reyna að draga fæturnar að þér til að fá afturdekkið upp. Það hjálpar mikið á þessu skrefi að ýta höndunum fram og það bætir stílinn einnig mikið. Svo er það einfaldlega bara að fara niður aftur, sumum finnst þægilegra að setja afturdekkið niður á undan til að deifa höggið, en sumum finnst best að lenda á báðum dekkjum í einu. Það skiptir þó enn miklu máli halda þyngdinni aftarlega þegar þú lendir svo þú fáir ekki mikið högg á úlnliðina. Hæðin kemur svo bara með æfingunni, ekki gefast upp því æfingin skapar meistarann.
180°
180° Er annað basic trick. Finndu þér stað þar sem er nóg pláss, þar er auðveldara að læra trickið. Fyrst skaltu komast að því í hvaða átt þér finnst best að snúa. Flestir sem standa með vinstri fyrir framan snúa til hægri og svo öfugt, en þó eru alltaf dæmi um að fólk sem stendur með hægri á undan snúi til hægri og öfugt. Komdu á þeim hraða sem þér þykir þægilegur, en því hægar sem þú ferð, því erfiðara er trickið. Hallaðu þér í þá átt sem þú snýrð þér og bunnyhoppaðu. Snúðu öxlum inn í snúninginn og reyndu að sjá jörðina þaðan sem þú komst sem fyrst. Þegar þú sérð hvaðan þú komst þá ertu nánast kominn með snúninginn, réttu alveg úr líkamanum og lentu með bæði dekk í einu, ennþá með þungann yfir afturdekkinu. Láttu þig renna afturábak eins mikið og þér finnst þægilegt, en þegar þú snýrð við skaltu passa að annar fóturinn (yfirleitt sami og þú varst með fyrir framan þegar þú byrjaðir) sé fyrir framan, ekki þannig að annar fóturinn sé alveg efst og hinn alveg neðst. Þegar þú ert í réttri stöðu skaltu rykkja stýrinu til og hjóla á móti. Það á að valda því að framdekkið lyftist. Nú áttu að horfa hvert þú vilt fara þannig þú snúist á afturdekkinu þangað til þú ert farinn að fara í sömu átt og þú byrjaðir á. Settu framdekkið niður og hjólaðu áfram. Eins og áðan þá verður þetta flottara og auðveldara með æfingunni, ekki gefast upp því æfingin skapar meistarann.
Ef einhverjar spurningar kvikna upp í sambandi við þessa grein skaltu annaðhvort kommenta hér fyrir neðan eða senda mér einkapóst. Ef þú ert með eitthvað sérstakt trick í huga sem þig langar að ég skrifi um, endilega sendu mér einkapóst og ég skal gera mitt besta.
Takk fyrir mig og verði ykkur að góðu.
Kveðja.
-Viktor Sindri